Frétt frá þjálfurum og breyttur opnunartími eftir 7. apríl..

Hér að neðan er frétt frá þjálfurum um breyttan æfingartíma og fyrirkomulag æfinga frá og með mánudeginum 7. apríl. Frá þeim degi verður skíðasvæðið aðeins opið þegar æfingar eru í fjallinu en eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að breyta rekstrartíma skíðasvæðisins á Dalvík. Í stað þess að leggja upp með rekstrartíma frá 1. janúar til 31. apríl þá verður rekstrartíminn frá 1. desember til 31. mars, eða fjórir mánuðir eins og tíðkast hefur. Frá þjálfurum. Við munum æfa samkvæmt æfingatöflu í dag þriðjudaginn 1. apríl og það verður svig á öllum æfingum. Þetta er síðasta vikan sem við æfum eftir æfingatöflunni. Við munum brjóta upp tíma og flokkaskipan eftir helgina og því er nauðsinlegt að fylgjast vel með hér á síðunni. 15 ára og eldri eru að klára keppnistímabilið um helgina og þá eru 13-14 ára krakkarnir að fara til Ternaby í Svíþjóð og taka þar þátt í Ingimar Stennmark leikunum. Þess vegna verða breytingar á æfingum. Við sem heima sitjum munum einbeyta okkur að undirbúningi fyrir Andésar Andarleikana. Við þjálfararnir erum alltaf tilbúnir í spjall við foreldra um framhaldið hjá krökkunum t.d. val á búnaði og fl. Skíðakveðjur þjálfarar.