18.10.2003
Næsta vetur gefst börnum á aldrinum 10 - 15 ára kostur á að heimsækja Dalvíkurbyggð í vikutíma þar sem þau geta leikið sé á skíðum ásamt því að stunda æfingar hjá Skíðafélagi Dalvíkur.
Börnin gista inni á einkaheimilum og geta fengið aðstoð við nám ef þess er óskað og jafnvel komist í skóla í byggðarlaginu þannig að þau þurfa ekkert að missa úr námi. Auk þess að komast á skíði í Böggvisstaðafjalli gefst þeim kostur á annari afþregingu svo sem fara á hestbak, sund og fleira verður til gamans gert.
Í lok dvalarinnar er síðan upplagt fyrir foreldra að heimsækja Dalvíkurbyggð og fara á skíði með barninu eina helgi í Böggvisstaðafjalli.
Verkefnisstjóri fyrir hönd félagsins dvöl í Dalvíkurbyggð er Hildur M Jónsdóttir og gefur hún allar upplýsingar um kostnað, bókanir og annað fyrirkomulag.
Hægt er að ná í Hildi í síma 4661520 eða í gegnum tölvupóst á póstfangið
hildur@dvolidal.com