Fréttabréf frá foreldrafélaginu.

Smá fréttir frá foreldrafélagi skíðabarna á Dalvík. Við í stjórn foreldrafélagsins erum búin að funda nokkrum sinnum það sem af er vetri. Erum búin að panta peysur fyrir skíðakrakka 6 ára og eldri. Peysurnar eru merktar barninu og með merki félagsins. Það er von okkar að þessar peysur verði notaðar þegar börnin eru á skíðum sem og öðru. Skíðakrakkar og foreldrar þeirra eru búin að fara tvisvar að safna flöskum og dósum í byggðalaginu sem gefur okkur góðan pening. Þetta er okkar helsta fjáröflun og frábært að foreldrar skuli vera svona dugleg að fara með börnunum sínum að safna og skila. Þessir peningar er m.a. notaður til að niðurgreiða fyrir Andrésar andarleikana, kaupa gjafir fyrir skíðabörn og niðurgreiða ýmiskonar fatnað sem foreldrafélagið hefur pantað í nafni félagsins. Erum að fara af stað með söfnun núna fyrir páska. Foreldrar hafa verið að taka vaktir í Brekkuseli, aðallega í sjoppu eða lyftuvörslu og hefur skíðafélagið verið að greiða fyrir þessar vaktir og hefur sá peningur einnig verið nýttur í að greiða fyrir það sem fylgir Andrésarandarleikunum. Þá stóð foreldrafélagið ásamt félagsmiðstöðinni Pleizinu fyrir kvöldopnun í febrúar og bauð þeim sem komu í fjallið upp á kakó og kringlur. Kringlurnar voru gjöf frá Kristjánsbakaríi á Akureyri. En Kristjánsbakarí hefur gefið okkur kringlur undanfarin ár og þökkum við þeim kærlega fyrir. Næstu vikur mun fara í að skipuleggja Andrésarleikana, redda gistingu, mat og fleira sem þarf að vera klárt fyrir þess skemmtun sem Andrésarandarleikarnir eru. Ef það eru einhverjir foreldrar sem hafa áhuga á að starfa í stjórn foreldrafélagsins eða hafið einhverjar hugmyndir af fjáröflun þá geta þeir haft samband við einhverja úr stjórninni. Í stjórn foreldrafélags skíðabarna eru: Anna Hafdís Jóhannesdóttir 866 2723 Hólmfríður Stefánsdóttir 861 4280 Kristín Gunnþórsdóttir 865 5131 Lilja Bára Kristjánsdóttir 866 6433 Vaka Sigurðardóttir 566 7228