19.11.2015
Undafarna daga og vikur eru starfsmenn og velunnarar skíðafélagsins búnir að leggja mikið á sig til þess að hægt verði að koma skíðasvæðinu okkar í rétt horf fyrir veturinn.
Troðarinn hefur fengið yfirhalningu og er kominn með nýar reimar í beltin og nýan kúplingsdisk fyrir mótorinn.
Unnið hefur verið að því að bæta lýsingu í syðri barnabrekku. Búið er að leggja rafmagnskapalinn í jörð og koma fyrir tengikössum á alla staurana sem eru 14 talsins. Tvo kastara þarf á hvern staur og er þeir komnir í hús og ekkert eftir nema að koma þeim fyrir á staurunum, stinga í samband og vonandi tekst það fyrir upphaf vertíðar.
Snjósleðinn okkar hefur líka fengið smá yfirhalningu en þar má nefna að skipta þurfti um nokkur búkkahjól og einnig að sjóða í búkkann þar sem að hann var brotinn.
Núna í þessum töluðu orðum er verið að framleiða snjó á fullum krafti. Undirbúningur fyrir framleiðsluna hefur staðið yfir síðustu daga og við yfirferð á kerfinu kom í ljós að loftpressa í einni snjóbyssuni var biluð en því var reddað á ótrúlega stuttum tíma. Það gerði það að verkum að hægt var að hefja framleiðslu á fullum afköstum í dag 19 nóvember. Snjóframleiðsla er mannfrek og koma því margar hendur bæði starfsmanna og sjálfboðaliða að þessari framkvæmd.
Á bak við allar þessar framkvæmdir sem taldar eru upp hér að ofan koma margir klukkutímar af vinnu frá velunnurum félagsins og hjálpa þeir okkur að halda niðri kostnaði til þess að við getum haldið áfram og komist á skíði í byrjun desember.
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur vill þakka öllum þeim starfsmönnum og velunnurum sem hafa lagt hönd á plóginn og vonumst við til þess að sjá sem flesta í fjallinu í vetur
Ef einhverjir hafa áhug á því að taka þátt og leggja til aðstoð við snjóframleiðslu í vetur hafið þá samband við Snæþór í síma 659-3709 eða Kára í síma 891-6299