17.10.2003
Nú fer að líða að uppáhalds árstíðinni minni sem er veturinn, þ.e. ef hann er vel hvítur :-) Ég er búin að vera á fullu í ræktinni síðan í sumar og stefni að því að vera í toppformi þegar ég kem til Dalvíkur.
Ég vil hvetja öll "börnin" mín (sumir eru nú orðnir unglingar ;-) til að vera dugleg að hreyfa sig og mæta á frjálsíþróttaæfingarnar svo þið verðið tilbúin í slaginn þegar skíðaæfingarnar byrja. Ekki gleyma að teygja vel á eftir æfingarnar hvort sem þið skreppið út að skokka, hjóla, á línuskauta eða eftir fótboltaæfingu. Þið getið nú ekki látið það spyrjast út að gamla konan verði í betra formi en þið í vetur ;-). Þið ykkar sem ekki tókuð skíðin ykkar í gegn eftir síðasta vetur getið dundað ykkur við það núna.
Hérna er búið að vera ágætisveður þó það hafi nú kólnað mikið síðan í sumar, hitinn flakkar úr 20° upp í 35°. Það hefur rignt svolítið undanfarið en svo koma fínir sólardagar inn á milli. Munurinn á rigningardögunum hér og á Íslandi er að mestu sá að hér er allavega hægt að nota regnhlíf því rigningin kemur beint niður en ekki í rokhviðum. Núna í byrjun nóvember flýg ég til Austurríkis þar sem ég verð að vinna hjá ferðaskrifstofu í Kaprun í einn mánuð. Aldrei þessu vant verð ég ekki að vinna við skíðakennslu heldur að hafa ofan af fyrir fólki á kvöldin sem er að koma í skíðakennslu, t.d. með því að skipuleggja hestaferðir, keilu, verðlaunafhendingar og fleira. Ég flýg svo heim til Torrevieja í desember að hitta fjölskylduna og skoða skíðasvæðið í Sierra Nevada áður en ég kem í sæluna og vonandi allan snjóinn á Dalvík.
Spánarkveðja, Guðný