Fréttir á skidalvik.is

Þetta er annað bikarmótið sem Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði halda saman í vetur. 2-3 febrúar héldum við 13-14 ára mót og nú er í gangi mót í flokki 15 ára og eldri. Við höfum sett inn fréttir á skidalvik.is eins ört og aðstæður hafa leyft og hafa móttökur verið frábærar og ótrúlegur fjöldi hefur komið inn á síðuna þessa mótsdaga. Að hluta til er þetta okkar svar við áhugaleysi fjölmiðla á því hvað skíðaheyfingin er að gera í fjöllunum fyrir íþróttina.