Fréttir af 15 ára og eldri. Skíðamót Íslands sett í kvöld.

Skíðamót Íslands verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl 20:00. Allir keppendur Skíðafélags Dalvíkur 15 ára og eldri eru meðal keppenda. Allar upplýsingar um mótið er að finna á www.SKI.is og heimasíðum skíðafélaganna í Reykjavík. Síðan síðasti pistill kom um 15 ára og eldri er búið að taka þátt í fjórum mótum. Fyrst var farið á Ísafjörð og tekið þátt í tveimur svigmótum. Þar var keppt í 15-16 ára flokki 17-19 ára flokki og fullorðinsflokki. Það er skemmst frá því að segja að í fyrra sviginu gekk allt upp, Jakob vann 15-16 ára flokkinn, Mad vann 17-19 ára og Björgvin vann karlaflokkinn, og í seinna sviginu endurtóku Björgvin og Jakob leikinn en Mad varð í þriðja sæti. Hinir stóðu sig vel og voru Dalvíkingar að raka inn bikarstigum í öllum flokkum á þessu móti á Ísafirði. Helgina eftir var farið í Oddskarð og keppt í tveimur stórsvigum. Þar gekk vel í karla flokkinum og einnig í 15-16 ára flokkinum og unnusat bæði mótin þar. Jakob vann bæði mótin í 15-16 ára flokkinum og tryggði sér bikarmeistaratitilinn í þeim flokki þó tvö mót væru eftir. Björgvin vann einnig bæði mótin í karlaflokki . Í 17-19 ára flokkinum stóð Unnar Már sig best okkar manna og varð annar og þriðji í þeim aldursflokki. Í Oddskarði voru erfiðar aðstæður þoka og ísing svo memm sáu lítið út úr gleraugunum og bruggðust sumir við með því að líma aukagler á skíðagleraugun sem þeir rifu svo af í miðju rennsli eins og í formúlu eitt. Staðan í bikarkeppni SKI er nú að verða mjög spennadi og eiga Dalvíkingar möguleika á þremur bikurum eins og staðan er núna. Jakob er þegar búin að landa einstaklinsbikar í 15-16 ára flokki þrátt fyrir að vera á yngra ári í sínum flokki. Þá stendur hann einnig efstur í karla flokki eins og staðan er í dag. Þar stendur Björgvin einnig vel að vígi 60 stigum á eftir Jakobi í öðru sæti. Þá eru Dalvíkingar í öru sæti í liðakeppninni í karlaflokki aðeins fjórum stigum á eftir Reykjavík og 62 stigum á undan Akureyri. Í 17-19 ára flokki er Unnar Már annar að stigum og Mad í fjórða sæti en þar eru Dalvíkingar efstir í liðakeppninni aðeins 16 stigum á undan Akureyringum og verður því spennandi keppni á lokasprettinum sem fram fer á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Reykjavík um næstu helgi.