06.10.2005
Í dag voru 120 metrar af rörum lagðir og því búið að leggja um 350 metra af 1100 sem er mun betri gangur en við reiknuðum með. Vinna við að sjóða rörin hófst fyrir alvöru á þriðjudag þannig að soðin hafa verið um 9 rör á dag að meðaltali eða um 108 metrar. Ákveðið hefur verið að vinna um næstu helgi og ef fer sem horfir klárast suðuvinnan í lok næstu viku.
Samhliða röra vinnunni er verið að slá upp veggjum í dæluhúsinu og reiknum við með því að ljúka þeirri vinnu um miðja vikuna og síðan verður efri platan steypt í kjölfarið.
Um aðra helgi ætti því að vera farið að sjást fyrir endann á stærstu verkunum.
Á myndasíðunni eru nýjar myndir.