Fréttir af Juvas jökli

Þrír landsliðsmenn hafa verið við æfingar á Juvas jökli síðustu daga. Það að eru þeir Björgvin Björvinsson og Jakob Helgi Bjarnason báðir úr Skíðafélagi Dalvíkur og Sigurgeir Halldórsson úr Skíðafélagi Akureyrar. Stór hópur af keppendum úr landsliði Skíðasambandsins flýgur til Oslo í dag og mun hefja æfingar á morgun. Þá eru þeir sem eru í æfingaliði Skíðasambandsins einnig á leið á Juvas jökul en í þeim hópi er Hjörleifur Einarsson úr Skíðafélagi Dalvíkur. Veðurspá lofar góður fyrir næstu daga. Aðstæður á Juvas jöklinum í Noregi eru mjög góðar. Hart færi og veðrið hefur verið fínt síðustu daga og spáin er góð.