26.03.2003
Norska meistaramótið hefur staðið yfir síðustu daga.
Björgvin Björgvinsson, Skafti Brynjólfsson og Kristinn Ingi Valsson voru þar á meðal keppenda. Í fyrradag var keppt í Stórsvigi og fóru þeir allir út úr í fyrri ferð. Í gær var síðan keppt í svigi. Björgvin keyrði út í fyrri ferð en þeir Skafti og Kristinn Ingi skiluðu sér í mark. Kristinn Ingi gerði góða hluti í gær en hann hafnaði í 19. sæti. Hann sagðist hafa gert mistök þar sem nokkur flati var og tapað þar töluverðum tíma en átt síðan mjög góða seinni ferð og var með áttunda tíman í henni. Góður árangur hjá honum því hann er rétt búinn að ná sér eftir meiðsli á öxl. Skafti endaði hins vegar í 35. sæti. Kristinn og Skafti halda síðan áfram að keppa á mótum í Noregi þar til þeir koma heim. Kristinn kemur heim 6. apríl en Skafti 2. apríl.
Björgvin heldur til Svíþjóðar á morgun og tekur þátt í Sænska meistaramótinu um helgina. Óvíst er hvað tekur við hjá honum eftir það en hann meiddist á hné á æfingu í Noregi um síðustu helgi.