01.03.2006
Síðastliðin sunnudag lauk Ólympíuleikunum sem fram fóru á Ítalíu. Fimm Íslendingar tóku þátt í leikunum og átti Skíðafélag Dalvíkur tvo keppendur þar, en það voru þeir Kristin Ingi Valsson og Björgvin Björgvinsson.
Björgvin keppti í svigi og stórsvigi. Í stórsviginu tókst honum ekki að ljúka fyrri ferð en hann fór út úr ofarlega í brautinni.
Að sögn Björgvins var brautin mjög hörð því búið var að sprauta vatni í hana til þess að fá hana sem harðasta og sagði hann að á köflum hefði verið blá ís í henni. Við slíkar aðstæður má ekkert út af bera og smávægileg mistök kosta það einfaldlega að maður er úr leik sagði Björgvin. Um helming keppenda tókst ekki að ljúka keppni í stórsviginu.
Kristinn Ingi og Björgvin kepptu síðan báðir í svigi á leikunum og tókst þeim báðum að ljúka keppni
Björgvin lenti í 22. sæti og náði þar með besta sæti Íslendinga á leikunum og einum besta árangri sem íslenskir keppendur hafa náð á Vetrarólympíuleikum. Kristinn Ingi lenti í 35. sæti og er ljóst að ef honum hefði ekki hlekkst á í fyrri ferðinni hefði hann náð betri árangri. Af þeim 97 keppendum sem hófu keppni voru 47 sem komust í mark.
Aðstæður voru frábærar þegar svigið fór fram og stemmingin alveg mögnuð og sama má segja þegar keppt var í stórsvigi. Á næstu dögum verða settar inn myndir sem Óskar Óskarsson tók á leikunum en hann var það staddur ásamt Daða Valdimarssyni og Hörpu Rut Heimisdóttir.