10.05.2004
Skíðaþing var haldið á Ísafirði föstudaginn 7 og laugardaginn 8 mái.
Alls mættu 38 af 47 fulltrúm frá 10 héruðum af 14 sem áttu þátttökurétt, en auk þeirra var margt gesta og annarra sem ekki höfðu atkvæðisrétt.
Fjörlegar umræður urðu um nokkur mál og skiptar skoðanir, enda oft naumt, ýmist samþykkt eða fellt í atkvæðagreiðslu. Þetta sýnir að nauðsynlegt er fyrir hreyfinguna að héruðin sendi fulltrúa á þingið til að geta haft áhrif á stefnu mála.
Helstu þingtillögur sem samþykktar voru á þingu eru:
1. Fjárhagsáætlun næsta vetrar var samþykkt og er gert ráð fyrir ríflega þriggja milljóna króna hagnaði en síðasta ár var gert upp með 350 þús. kr. tapi.
2. Samþykkt var reglugerð um FIS-leyfi og þátttöku í FIS-mótum
3. Samþykkt var reglugerð um úthlutun SKÍ vegna þátttöku hópa á erlend FIS-barnamót (Children I og Children II).
4. Reglugerð um Unglingaverkefni SKÍ var vísað til milliþinganefndar sem kynnir hana síðan á formannafundi í haust.
5. Samþykkt var, eftir ábendingu og ósk frá Trausta Sveinssyni, að minnast 100 ára afmælis fyrsta skíðamóts á Íslandi næsta vetur.
6. Fyrir þinginu lá álit milliþinganefndar um mótahald og var þar m.a. samþykkt:
a) Unglingameistaramót Íslands verði ekki aflagt (en tillagan var sú að því yrði hætt)
b) 13 - 14 flokki verði bætt við Andrésar Andar leikana og bikarmeistari í flokki 13 - 14 ára verði krýndur á leikunum, enda verða leikarnir eitt af bikarmótum.
c) Áfram verði keppt á bikarmótum 13 - 14 ára með sama sniði og áður, en verðlaun verði veitt fyrir hvort ár fyrir sig.
d) Ekki verði efnt til bikarmóta í 11 - 12 ára flokki
e) Keppt verði í unglingaflokkum I og II á Skíðamóti Íslands. Keppendur í unglingaflokkum geti unnið til verðlauna í flokki fullorðinna.
f) Íslenskur punktaútreikningur verður aflagður. Einungis FIS útreikningar verða notaðir. Á bikarmótum 15 ára og eldri verða FIS-útreikningarnir notaðir þannig að keppendur geti bætt stöðu sína eins og verið hefur milli bikarmóta. Í flokki 13-14 ára verður farið eftir FIS-reglum. Eftir er að útfæra þessar reglur í samræmi við íslenskar aðstæður.
7. Breyting á reglugerð um Andrésar Andar leikana var nauðsynleg m.a. vegna 13 - 14 ára flokksins sem bætist við.
8. Að lokum var samþykkt tillaga um gjöld til SKÍ. Um einhverja hækkun er að ræða enda hafa sum gjöld ekki breyst í einhver ár.
Skíðamóti Íslands árið 2006 var úthlutað til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og Unglingameistaramóti Íslands til Akureyrar. Árið 2005 verða þessi mót í Oddsskarði (SMÍ) og á Ísafirði (UMÍ) og voru þau kynnt á þinginu. Að lokum var kosning í stjórn og nefndir og var Friðrik Einarsson endurkjörinn formaður SKÍ.
Að þingi loknu var öllum boðið til veislu í tilefni af 70 ára afmæli Skíðafélags Ísfirðinga.