Fréttir af snjólausum skíðavertíðum frá Brynjólfi Sveinssyni.

Brynjólfur Sveinsson hefur tekið saman lauslega athugun á opnun í Böggvisstaðafjalli og þá rifjast upp að árin 1991 og 1992 voru okkur erfið eins og þessi skíðavertið er búin að vera. Þetta eru snjóléttustu vetur í sögu Skíðafélagsins nema að við séum að upplifa þann allra snjóléttasta núna. Árið 1991: Engin opnun að hausti (1990). 1 dagur í jan., ekkert í febrúar, síðan opnað 2. mars og þá bara neðri hluti efri lyftu til að byrja með. Síðan var opið í mars og út apríl. Árið 1992: Engin opnun að hausti (1991). 2 dagar í jan., og síðan opnað aftur 29. febr.- 8. mars en þá var aftur orðið snjólaust. Síðan var aftur opnað 15. mars og til c.a 20. mars. Þessa fáu daga var aðallega hægt að skíða í efri lyftu. Þetta gera sirka 16 dagar alls þessa vertíð. Árið 2003: Er hugsanlegt að við hefðum ekkert opnað ennþá ef við hefðum ekki allar þessar öflugu snjógirðingar? Þess ber að geta að við höfðum miklu minna af snjógirðingum árin 1991 og 1992.