Fréttir af Toppolinio leikunum.

Í dag keppti Jakob Helgi í svigi á Toppolinio leikunum sem fram fara í Levco á Ítalíu. 120 keppendur voru skráðir til leiks frá 47 löndum. Hann átti frábæra fyrri ferð en að henni lokinni var hann í 3 sæti 24 brotum á eftir fyrsta manni. Í síðari ferðinni hlekktist honum á snemma í brautinni með þeim afleiðingum að hann braut á sér þumalfingur. Þrátt fyrir það kláraði hann ferðina og endaði í 11 sæti og varð fyrstur af 1995 árganginum sem er frábær árangur. Við óskum Jakobi til hamingju með þennan frábæri árangur. Á morgun verður kepp í stórsvigi og vonir standa til að hann geti tekið þátt þrátt fyrir meiðslin.