Fréttir frá Maribor

Þá hefur Óskar Óskarson fréttaritari Skíðafélagsins í Maribor í Slóveníu sent okkur sinn fyrsta pistil. Okkar maður Kristinn Ingi Valsson er ekki mættur til leiks en er væntanlegur á allra næstu dögum. Kristján Uni Óskarsson úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar var við burnæfingar í dag og gekk vel. Lítill snjór er í Maribor nema í bökkunum sem eru góðir. Færið er mjög hart og nánast svell í bökkunum en Ólafsfirðingurinn knái átti ekki í vandræðum með að fóta sig á svellinu.