16.03.2003
Eins og þeir fjölmörgu sem skoða heimasíðu okkar hafa tekið eftir þá hafa fréttir verið í algeru lágmarki síðustu viku og er ástæðan tímaleysi hjá fréttaritara. Eitthvað spilar nú inn í það snjóleysi sem er að hrjá okkur þessa dagana og verður að segjast eins og er að útlitið er orðið frekar dökkt þar sem nú er miður mars og hér ætti skíðavertíðin að vera í hámarki.
Þrátt fyrir allt þá var skíðasvæðið búið að vera opið í 43 daga sem er ekki svo slæmt frá því við byrjuðum og þar til að þurfti að loka vegna snjóleysis Fram að þeim degi voru æfingar búnar að ganga vel þrátt fyrir að snjórinn hafi alltaf verið í minna lagi.
Nú eru æfingar í Hlíðarfjalli fyrir 3 bekk og upp úr og skipuleggur Guðný æfingar þar eftir því hvernig aðstæður eru hverju sinni. Vel var tekið á móti okkur í Hlíðafjalli og þökkum við Guðmundi Karli fyrir það.
Þetta ástand er ekki einsdæmi og ætlum til gamans að taka saman smá snjóleysis annál 10-15 ára aftur í tíman og birta hér á síðunni einhvern næstu daga.