- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Fullorðinsflokkur félagsins er núna staddur erlendis við æfingar og keppni. Esther Ösp æfir á fullum krafti með skíðamenntaskólanum í Geiló í Noregi og er þessa dagana í Trisil í Noregi að keppa. Í gær keppti hún í stórsvigi en hlekktist á í fyrri ferð og náði ekki að ljúka keppni.
Þeir Dagur Ýmir og Torfi Jóhann eru staddir i Lofer í Austurríki og æfa með Lowlanders. Þeir munu dvelja fram þar fram yfir áramót þar sem þeir æfa og keppa með liðinu. Í dag keppa þeir í Pass Thurn í Austurríki í tveimur svig mótum.
Við munum reyna að flytja fréttir af okkar fólki um leið og þær berast.
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv