Fullorðinskennsla (Byrjendur, minna vanir)

Góðan daginn, Takk fyrir komuna í gær á "Snjór um víða veröld". Frábært að sjá allar myndirnar á fésbókar-síðu svæðisins sem voru teknar á svæðinu í gær - takk fyrir að leyfa okkur að vera með á myndunum. Það voru greinilega margir sem voru að taka sínar fyrstu beygjur og aðrir sem voru að dusta rikið af græjunum eftir langa pásu - frábært. Núna langar okkur að kanna hug fólks(Fullorðins-kennsla) á því að læra á skíði (byrjendur) og/eða bæta tækni/færni (lítið vanir) undir leiðsögn. Hugmyndin er að bjóða upp á 5 skipti frá kl 20:00 - 21:00 á kvöldin. Nánari dagskrá kemur í vikunni. Upplýsingar varðandi byrjendanámskeið barna koma á miðvikudag. Nánar um opnun í dag kemur um hádegisbil. Eigið góðan dag Starfsmenn