09.02.2004
Foreldrar/forráðamenn
Fundur í foreldrafélagi Skíðafélagsins verður haldinn í Brekkuseli mánudaginn 16.02.04 kl. 17:00.(Þeir sem mættu á síðasta fund þurfa ekki endilega að mæta aftur, en eru velkomnir.) Eins og við vitum þá eru allir foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem æfa skíði, sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélaginu. Efni fundar er m.a. fjáraflanir, hvað við ætlum að gera í vetur ofl. Æskilegt er að allir mæti og taki þátt í umræðum og leggi þá eitthvað til málanna, t.d. einhverjar nýjar hugmyndir. Um næstu helgi 14-15 feb. er Lions mót og síðan 20-21 er heimsókn frá Akureyri og Þorramót. Vinsamlega fylgist með á símsvaranum, á heimasíðunni og auglýsingum.
Stjórn foreldrafélagsins