Fundir með foreldrum og þjálfurum.

Á föstudag 23. febrúar verða fundir með þjálfurum og foreldrum. Fyrri fundurinn veður í Brekkuseli klukkan 1800 með foreldrum barna fædd 93 og eldri. Þar verða Gulli og Björgvin til skrafs og ráðagerða. Seinni fundurinn verður sama dag í Brekkuseli klukkan 1900. Á þeim fundi verða Björgvin og Snæþór til viðtals við foreldra barna fædd 94. og seinna. Við hvetjum alla foreldra skíðabarna að mæta og viðra skoðanir sínar á starfinu og kynnt verður starfið frammundan.