Fundu skafl við heilsugæslustöðina!!

"Við fundum skafl hérna við heilsugæslustöðina sem við erum að ýta til núna og ætlum að nota," sagði Jón Árni Konráðsson, brautarstjóri í göngu þegar heimasíðan ræddi við hann á ellefta tímanum í morgun. "Við sléttuðum í gærkvöld úr þeim snjó sem við fluttum í miðbæinn í gær og spretttgöngubrautin er núna glerhörð og fín. Við eigum bara eftir að spora í hana og það gerum við þegar líður á daginn. Það er áfram verið að vinna í lengri brautinni og við vonumst til þess að hún verði í lagi. Í það minnsta eykur það mér bjartsýni að frosti er spáð í nótt. Það er jákvætt fyrir okkur," segir Jón.