FYRIRFRAM PANTANIR Á SKÍÐABÚNAÐI

Nú gefst foreldrum og börnum Skíðafélags Dalvíkur kostur á því að panta fyrirfram skíðabúnað fyrir næsta vetur með verulegum afslætti. Fyrir ári síðan pöntuðu nokkrir foreldrar á sig og börn sín og var gerður góður rómur að því. Við höfum fengið verð og bæklinga hjá þrem aðilum sem eru með Rossignol, Head og Atomic vörur. Þeir sem áhuga hafa á því að gera góð kaup með því að panta fyrirfram geta haft samband við Guðnýju þjálfara (sími 6920606)og fengið góð ráð. Skila þarf inn pöntunum í síðasta lagi strax eftir Andrésar Andarleikana.