Fyrirframpantanir á Elan skíðum og Garmond skíðaskóm

Næstkomandi þriðjudagskvöld, 21. apríl verður tekið við fyrirframpöntunum á Elan skíðum og Garmond skíðaskóm í Brekkuseli frá kl. 19:00 til 21:00. Þeir sem ekki geta nýtt sér þetta kvöld geta að sjálfsögðu pantað búnaðinn með því að setja sig í samband við Óskar, skario@simnet.is eða í síma 8983589 eftir kl. 18:00 á daginn. Söluumboðið fyrir Elan skíðabúnað og Garmond skíðaskó er staðsett á Dalvík. Á næstu dögum verður tekið við fyrirfram pöntunum á búnaði, frestur er til 30. apríl nk, gefin er 25-35% afsláttur ef pantað er fyrir þann tíma. Einnig er hægt að panta Elan skíðabúnað fyrir börn og frístunda skíðaiðkendur. Ath að öll verð miðast við gengi Evru upp á 160 Ísl krónur. Á Andrésar leikunum ætlum við að bjóða skíðafélögum upp á kynningu á þeim vörum sem eru í boði og mætum við á þá staði sem óskað er eftir með búnað til sýnis. Björgvin Björgvinsson mun leiðbeina með val á búnaðinum. Þeir sem hafa áhuga á að fá kynningu á Andrés eru beðnir að senda póst á skario@simnet.is eða hringja í síma 8983589 eftir kl. 18:00 á daginn. Þeir sem ekki geta nýtt sér kynningu á Andrés geta að sjálfsögðu pantað búnaðinn með því að setja sig í samband við Óskar, skario@simnet.is eða í síma 8983589 eftir kl. 18:00 á daginn. Greiða þarf 25% staðfestingar gjald fyrir 5. maí n.k. Þeir sem standa á bak við umboðið eru: Daði Valdimarsson, Óskar Óskarsson og Björgvin Björgvinsson.