Fyrri ferð í stórsvigi lokið í Maribo

Þá er fyrri ferðinni í stórsviginu lokið og okkar maður Kristinn Ingi kom í mark á tímanum 1:15:62 sem er góður árangur. Kristján Uni kom í mark á tímanum 1:15:76. Þessi árangur í fyrri ferð skilar þeim félögum í u.þ.b. 55 - 60 sæti af 139 keppendum. Við sendum þeim félögum baráttukveðjur fyrir seinni ferðina og komum með úrslit um leið og þau liggja fyrir.