09.03.2002
Eftir fyrri ferð á bikarmótinu í svigi í Bláfjöllum er staða okkar fólks þannig.
Sveinn Brynjólfsson er í 5. sæti, Snorri Guðbjörnsson er í 8. sæti og jafnframt fyrstur í flokki 15-16 ára og Sveinn Elíes Jónsson er 13. Skafti Brynjólfsson og Trausti Hilmisson féllu úr keppni. Eyrún Elva Marinósdóttir er í 12. sæti og Íris Daníelsdóttir er í 13. sæti. Seinni ferð er um það bil að hefjast. Að sögn Guðbjörns Gíslasonar farastjóra eru aðstæður í Bláfjöllum frekar erfiðar en þar er nokkur vindur.