Fyrsta æfing vetrarins

Jói Bjarna ætlar að sjá um fyrstu skíðaæfingu vetrarins fyrir alla krakka sem eru í 4-10 bekk. Æfingin verður haldin n.k. föstudag kl. 17:30 og að henni lokinni mun Sæplast bjóða upp á Pizzu. Mætum öll og skíðum okkur til gamans áður en snjórinn fer aftur!