- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Um helgina var haldið fyrsta bikarmót/FIS SKÍ í fullorðins flokki(16ára og eldri). Skíðafélag Dalvíkur átti tvo fulltrúa, þá Brynjólf Sveinsson og Torfa Jóhann Sveinsson. Brynjólfur er á sínu öðru ári í fullorðins flokki en Torfi er að keppa á sínu fyrsta FIS móti.
Til stóð að keppt yrði á laugardegi og sunnudegi, en vegna veðurs var ákveðið að keyra tvö svig á laugardeginum. Aðstæður í Bláfjöllum voru mjög góðar og okkar menn stóðu sig með stakri príði.
Keppt er í tveimur flokkum á þessum mótum, annars vegar fullorðinsflokki og hinsvegar 16-17 ára flokki, þar sem okkar með eru en keppa einnig upp fyrir sig.
Í móti 1, endaði Torfi Jóhann nr 3 í fullorðinsflokki og nr.2 í flokki 16-17ára, Brynjólfi hlekktist á í seinni ferð og endaði nr 13 í fullorðinsflokki og nr 7 í flokki 16-17 ára.
Í móti 2, hlekktist Torfa á í fyrri ferð og keyrði út í seinni og þar með úr leik, en Brynjólfur skilaði sér niður og endaði nr 4 í fullorðins flokki og sigraði í flokki 16-17 ára.
Segja má að þetta sé fín byrjun hjá þeim félögum og frændum, næsta mót hjá þeim verður einnig í Bláfjöllum um miðjan febrúar.
Einnig er vert að kynna til leiks dömuna í fullorðins flokknum, en það er hún Esther Ösp Birkisdóttir. Esther býr ásamt fjölskyldu sinni í Geiló-Noregi þar sem hún stundar nám við Skíðamenntaskólann í Geiló. Esther er eins og Torfi á sínu fyrsta ári í FIS og hefur verið að keppa í Noregi.
Við munum flytja fréttir af þeim öllum um leið og þær berast.
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv