Fyrsta bikarmót vetrarins á Dalvík um helgina.

Ákveðið hefur verið að halda útgefinni dagskrá fyrsta bikarmóts vetrarins sem Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar halda á Dalvík um helgina. Aðstræður á Dalvík eru ágætar en hlákan síðustu daga hefur þó sett strik í reikningin og ekki útséð með hvort hægt verður að halda stórsvig en ákvörðun um það verður tekin á morgun. Ef það tekst ekki verða haldin tvö svig. Áfram Dalvík-Ólafsfjörður!