24.01.2005
Fyrsta Bikarmót SKÍ var haldið í Reykjavík um síðustu helgi. Okkar menn á mótinu voru Snorri Páll, Kári og Kjartan.
Í stórsviginu varð Kári í 4.sæti í flokki 17-19 ára og Snorri Páll í 5.sæti. Kjartan átti frábæran dag og sigraði í flokki 15-16 ára og var tæpum 2 sekúndum á undan næsta manni. Til hamingju Kjartan.
Svigið var í gær, sunnudag í þoku og slæmu skyggni. Aðeins 8 keppendur í karlaflokki kláruðu mótið af 24. Snorri Páll var eini Dalvíkingurinn sem lauk keppni og varð hann í 2.sæti í flokki 17-19 ára og það á afmælisdeginum sínum. Til hamingju með daginn Snorri :-)