Aðstæður voru mjög góðar í Böggvisstaðafjalli um helgina.
Um helgina fór fram fyrsta bikarmót Skí í flokki 14 - 15 ára. Voru það skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem hérldu mótið sameiginlega, en keppnin fór fram á Dalvík sökum aðstæðna í Ólafsfirði.
Óhætt er að segja að allt hafi gegnið eins og í sögu. Aðstæður í Böggvisstaðafjalli voru hreint út sagt frábærar og þá voru veðurguðirnir einnig á okkar bandi, og böðuðu brekkurnar í sól þegar leið á keppnisdagnna.
Hægt er að nálgast úrslit með því að fara í gegnum síðuna "iðkendur" hér efst á síðunni eða smella hér.
Þökkum keppendum, farastjórum, þálfurum og öðrum áhangendum - ásamt öllu starfsfólki mótsins fyrir frábæra daga í Böggvisstaðafjalli.