Fyrsta Evrópubikarmótið í svigi fór fram í dag

Kristinn Ingi Valsson og Björgvin Björgvinsson úr Skíðafélagi Dalvíkur kepptu í Evrópubikarnum í dag Kristinn Ingi endaði í 49. sæti en Björgvin féll úr leik. Fyrsta Evrópubikarmótið í svigi fór fram í dag í Salla í Finnlandi. Sigurvegari varð Oscar Andersson frá Svíþjóð, annar varð Alexander Koll frá Austurríki og Julien Lizeroux þriðji. Kristinn Ingi Valsson endaði í 49. sæti en Björgvin Björgvinsson krækti í hlið í fyrri umferð og var dæmdur úr leik. Árangur Kristins Inga er mjög góður þar sem mótið var mjög sterkt. Á morgun fer fram annað svigmót á sama stað og svo verður keppt í stórsvigi í Levi í Finnlandi á þriðjudag og miðvikudag og verða Björgvin og Kristinn Ingi þar á meðal keppenda.