Fyrsta skóflustungan tekin.

Þann 9. ágúst síðastliðin var tekin fyrsta skóflustungan af nýju aðstöðuhúsi
Skíðafélags Dalvíkur. En þetta hefur verið langþráður draumur félagsins 
að hafa aðstöðuhús á skíðasvæðinu undir snjótroðara, vélar og tæki,
skíðaleigu og starfsmannaaðstöðu.
Skóflustunguna tók stjórn félagsins að Sigurði Guðmundssyni
sem var fjarverandi.
Aðrir í stjórn eru:
SigtryggurHilmarsson
Elísa Rán Ingvarsdóttir
Hanna Kristín Gunnarsdóttir
Óskar Óskarsson

Stjórn félagsins vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem komu og fögnuðu
þessum tímamótum með okkur.
Gert er ráð fyrir að byrja að moka fyrir húsinu í síðustu viku ágúst.