Gallakaup fyrir veturinn 2005.

Ákveðið hefur verið að bjóða félögum í Skíðafélagi Dalvíkur upp á að kaupa utanyfirgalla á vegum félagsins. Um er að ræða jakka og buxur í stærðunum 116-176 og frá XS - XXXL. Tekið verður á móti pöntunum dagana 10. 11. og 12. mars í Brekkuseli milli kl. 15 og 19 og verða gallarnir þar til mátunnar. Greiða þarf 3000 kr. staðfestingargjald fyrir hvert sett þegar pantað er. Gallarnir verða til afhendingar um miðja september. Nánari upplýsingar gefur Óskar í síma 8983589.