Galli Björgvins Björgvinssonar stóðst ekki prófið......

Björgvin Björgvinsson tók þátt í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í St. Moritz í morgun. Björgvin var í 46. sæti að lokinni fyrri ferð mótsins. Fyrir seinni ferðina var keppnisgalli Björgvins tekin í loftmótstöðupróf. Í ljós kom að gallinn uppfyllti ekki kröfur alþjóðlega skíðsambandsins um loftmótstöðu og því var Björgvin dæmdur úr leik. Landslið Íslands á skíðum er í göllum frá Halti og er þetta í fyrsta og vonandi síðasta sinn sem galli sem landsliðið notar er dæmdur ólöglegur. Galli Björgvins var nýr og því hefði í raun átt að vera búið að framkvæma ofangreindar prófanir áður en Björgvin hóf keppni. Vegna misskilnings aðstoðarmanna Björgvins var það ekki raunin og því fór sem fór. Björgvin keppir í svigi n.k. sunnudag og mun hann eflaust mæta grimmur til leiks.