28.02.2006
Dagana 25. og 26. febrúar fór fram bikarmót í flokkir 13 - 14 ára á Siglufirði. Skíðfélag Dalvíkur sendi vaskan flokk á mótið en þessi aldurhópur er nokkuð stór hjá okkur.
Árangur okkar fólks var eftirfarandi:
Kristján Eldjárn Sveinsson varð í 20. sæti í svigi og 16. sæti í stórsvigi.
Unnar Sveinbjörnsson hafnaði í 13. sæti í svigi en náði ekki að ljúka keppni í stórsvigi.
Þorsteinn Helgi Valsson lenti í 28. sæti í svigi og 21. sæti í stórsvigi.
Hjá stelpunum lenti Aldís Björk Benjamínsdóttir í 27. sæti í stórsvigi en náði ekki að ljúka keppni í svigi.
Anna Margrét Bjarnadóttir varð 15. í svigi og 12. sæti í stórsvigi.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varð 22. í stórsvigi en lauk ekki keppni í svigi.
Sóley Inga Guðbjörnsdóttir lenti í 7. sæti í svigi og 11. sæti í stórsvigi.
Þorbjörg Viðarsdóttir hafnaði í 6. sæti í svigi og 33. sæti í stórsvigi.