14.04.2004
Gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara fyrir næsta vetur.
Skíðafélag Dalvíkur og Guðný Hansen hafa endurnýjað þjálfarasamning sinn fyrir veturinn 2005. Skíðafélagið getur varla orða bundist yfir því að hafa náð að ráða Guðnýju þriðja veturinn í röð og þakkar náttúrlega góðum snjóalögum þessa nýju ráðningu. Þrátt fyrir að hafa flutt heimili þjálfarans upp á skíðasvæðið, nánar tiltekið í Brekkusel og það yfir páskana, náðust samningar. Guðný tekur til starfa 8.desember næstkomandi en þá er stefnt að æfingabúðum í Noregi fyrir 13-16 ára æfingaliðið.
Guðný er á leiðinni í sína aðra hnéaðgerð og óskum við henni alls hins besta og að hún komi aftur fílelfd til starfa í desember.
Óskar Óskarsson, formaður