Glæsilegur árangur á Andresarleikunum.

Á nýliðnum Andresar Andarleikum í Hlíðarfjalli náðu krakkar úr Skíðafélagi Dalvíkur glæsilegum árangri. Þátttakendur frá félaginu voru 81 og hlutu þeir samtals 41 verðlaun en 18% af fjölda keppenda í hverjum flokki fara á verðlaunapall. Krakkarnir unnu 23 verðlaun í fyrstu þremur sætunum sem skiptust þannig: 8 gullverðalun, 6 silfur og 9 brons. Þessi árangur er frábær og er sá besti allra félaga í alpagreinum á leikunum en næsta félag var með samtals 15 verðlaun sem skiptust þannig, 4 gull, 8 silfur og 3 brons. Krakkarnir hafa sýnt góða ástundun í vetur, eru nú að uppskera samkvæmt því og eiga hrós skilið fyrir þennnan góða árangur. Þjálfarar félagsins í þessum aldursflokkum í vetur voru þau Björgvin Hjörleifsson og Harpa Rut Heimisdóttir og eiga þau einnig hrós skilið fyrir gott starf í vetur.