Glæsilegur árangur Björgvins

Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík sigraði í svigi í nótt á móti á Nýja-Sjálandi, en mótið er hluti af Álfubikarnum. Þar með vann hann einnig samanlögðu svigkeppnina (en þar telja 4 mót) Hann vann tvo sigra og endaði einu sinni í öðru sæti. Í sviginu í nótt var Björgvin á tímanum 1.08.85, en sá sem næstur kom var á tímanum 1.09.05. Gísli Rafn Guðmundsson náði einnig góðum árangri í nótt, en hann endaði í 9. sæti (1.10.19) og Stefán Sigurgeirsson endaði í 12 sæti (1.12.56). Árni Þorvaldsson lauk ekki keppni Síðasta mótið verður á morgun og þá verður keppt í stórsvigi, en Björgvin er búinn að vinna samanlagða stigakeppni í stórsvigi fyrir síðasta mótið. Í samanlagðri heildarkeppni er Björgvin einnig fyrstur 90 stigum á undan næsta manni þannig að honum dugar að ná í 10 stig í síðasta mótinu. Þessi góði árangur Björgvins tryggir gott rásnúmer í Evrópubikarnum í vetur en hann mun ekki starta aftar en númer 31 í svig og stórsvigi.