Glæsilegur árangur hjá Jakobi Helga

Jakob Helgi Bjarnason tók þátt í FIS svigmóti 13-14 ára unglinga í Whistler í Canada í gær og drengurinn stóð uppi sem sigurvegari í lok dags. Jakob Helgi var með besta tímann í báðum ferðum og samkvæmt upplýsingum fréttaritara skidalvik.is þá er þetta fyrsti sigur Íslendings á alþjóðlegu FIS unglingamóti í flokki 13-14 ára. Til hamingju Jakob Helgi!