Góð helgi á enda.

Í dag var seinna svigmótið á bikarmóti SKI sem Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði héldu í Böggvisstaðafjalli. Mótshaldið gékk mjög vel og allt skipulag og ljóst allt það fólk sem kom að mótinu á heiður skilin fyrir frammistöðu sína. Að móti sem þessu koma með einum eða öðrum hætti um 50 manns og ljóst að ef við hefðum ekki allt þetta fólk væri mótahald sem þetta ekki framkvæmanlegt. Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði þakka því öllum sem hjálpuðu við mótið kærlega fyrir.