Góð mæting á æfingar.

Þrátt fyrir snjóleysið hófust æfingar hjá Skíðafélagi Dalvíkur 2. janúar og hefur mæting hingað til verið góð. Guðný þjálfari hefur verið með fjölbreyttar æfingar fyrir krakkana sem eru inni og úti til skiptis og eldri krakkarnir fara í sund einu sinni í viku. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að hita upp áður en snjórinn kemur að drífa sig á æfingar.