Góð mæting í fjallið og á skíðaæfingar.

Æfingar hófust hjá Skíðafélagi Dalvíkur á fimmtudaginn í síðustu viku og er mæting á æfingar mjög góð að sögn þjálfara félagsins. Einnig hefur verið góð aðsókn á skíðasvæðið eftir að loksins fór að snjóa og eru aðstæður ágætar í fjallinu þótt að hláka hafi verið síðustu daga hefur snjórinn haldist ágætlega í fjallinu