Góðar aðstæður á skíðasvæðinu.

Nú eru aðstæður á skíðasvæðinu hér á Dalvík mjög góðar. Eftir snjókomu síðustu daga eru flestar skíðaleiðir komnar í gagnið og eru brekkurnar við allra hæfi og færið alveg frábært. Útlitið fyrir páskana er því gott eins og staðan er í dag og gera veðurspár ráð fyrir frekar köldu veðri og jafnvel úrkomu næstu daga þannig að aðstæður ættu að haldast góðar. Í dag var 70. opnunardagur á skíðasvæðinu sem er frábært en svæðið var opnað fyrir almening 1. desember sl. Eins og áður hefur komið fram þá styrktu eftir talin fyrirtæki opnun svæðisins á framleiddum snjó. Samherji sem gekk lengst og sá til þess að svæðið opnaði 1. des, KEA, Saga Capital, VIS, Norðurströnd á Dalvík, Höldur, Katla, Tréverk, Samkaup, Sparisjóður Svarfdæla, Samhentir umbúðalausnir og Ásprent. Það er alveg ljóst að án þessara aðila værum við ekki á skíðum við jafn góðar aðstæður og nú eru á skíðasvæðinu. Á myndasíðunni eru myndir af svæðinu sem voru teknar um helgina.