Góðar aðstæður á skíðasvæðinu, opið á morgun þriðjudag.

Aðstæður á skíðasvæðinu hér á Dalvík eru orðnar mjög góðar eftir snjókomuna um helgina. Stefnt er að því að framleiða snjó í frostakaflanum framundan og bæta aðstæður enn betur. Minnum á að á morgun þriðjudag verður skíðasvæðið opið frá 14:30 til 19:30 eins og alla daga vikunnar nema föstudaga. Nánari upplýsingar um opnun eru undir linknum skíðasvæði hér til vinstri á síðunni.