Góðar aðstæður komnar á skíðasvæðinu.

Síðustu daga hefur veðrið verið okkur skíðáhugafólki hér á Dalvík hagstætt. Þrátt fyrir mikið hvassviðri í fjallinu festi töluvertn að snjó í fjallið sem má þakka starfsmönnum fyrir því þeir hafa verið að allan sólarhringinn við að hreinsa snjó úr snjógirðingum og búa til ruðninga til að safna snjó í. Báðar brekkurnar við lyfturnar eru komnar í fulla breidd og er sjórinn í þeim orðin þéttur og góður því allur snjór sem safnaðist í þær hefur verið færður til til þess að ná loftinu úr honum. Næstu daga verður farið að huga að öðrum skíðaleiðum sem detta síðan inn hver af annari. Við kvetjum skíðafólk til að skella sér á skíði og nýtar sé þessar góðu aðstæður sem haldast vonandi sem allra lengst.. Helgina 22-23 janúar verður haldið bikarmót í 13-14 ára flokki og væri gott ef einhverjir hafa tíma til að hjálpa til við mótið, mótshaldarar eru Skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði. Áhugasamir geta sent póst á skidalvik@skidalvik.is eða í 8983589 eftir kl. 18:00 á dagin ef þeir geta starfað við mótið. Margar hendur vinna létt verk.