Góðar fréttir

Héðan af skíðasvæðinu eru bara góðar fréttir.
Neðri lyftan er komin í lag.... með frábærlega samstilltu átaki 
margra aðila, og nefnum í því tilviki Óskar Katós, Palli í Electro
Steini Skafta og Jón Halldórs og er búið að koma lyftunni saman
og er hún farin að snúast. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið
flókið verk, en sameina þurfti annarsvegar allra nýjasta búnað við
eldri búnað sem er að slaga í 40 árin. Þessi kerfi þurftu að geta talað 
saman auk þess sem breyta þurfti járnavirki í drifstöðinni til að koma
nýjum mótor fyrir og stilla af. Við viljum þakka þessum aðilum 
kærlega fyrir alla þá aðstoð og vinnu sem veitt var.

Varðandi aðra þætti í rekstri svæðisins þá er náttúran að láta okkur
hafa fyrir snjóasöfnun þennan veturinn. Þetta ætlar að verða okkur
þung byrjun á vetri, mikill hiti í bland við mikla vinda hafa brætt frá 
okkur jafn óðum, nánast allan snjó sem safnast hefur í neðra og lítið annað en
framleiddur snjór þar. Staðan er heldur betri á því efra en þar
hafa snjórgirðingarnar í bland við örlítið kaldara hitastig safnað slatta af snjó.

Þetta er allt á réttri leið, Það verður reyndar lokað í dag v/veðurs en svo gerum við
ráð fyrir því að geta hafið æfingar á morgunn 29. des samkvæmt Covid
æfingatöflunni og verða þjálfararnir í sambandi við sína nemendur varðandi það.

Við munum leggja nýtt gönguspor um leið og veður leyfir og minnum á um leið
að hægt er að versla kort í brautina hjá okkur upp í Brekkuseli.
Við erum á svæðinu frá 08:00 og til 16:00 í miðasölu og á meðan æfingum stendur.


Kv. Starfsfólks Skíðafélags Dalvíkur.