Góðir páskar í Böggvisstaðafjalli

Margir lögðu leið sína á skíðasvæðið á Dalvík um páskana og nutu útivistar og dagskrárinnar sem var í boði. Boðið var upp á troðaraferðir upp undir fjallsbrún á Böggvisstaðafjalli í um 600 metra hæð og nýttu mörg hundruð manns sér þá þjónustu. Á páskadag var foreldrafélagið með sitt árlega kaffihlaðborð sem mjög margir mættu í og þakkar foreldrafélagið fyrir stuðninginn. Firmakeppnin fór frá á mánudag, úrslit ogkoma hér inn á síðuna síðar.