Góður árangur hjá Björgvin í dag.

Björgvin Björgvinsson skíðamaður frá Dalvík keppti í dag á mjög sterku alþjóðlegu stórsvigsmóti í Pampeago á Ítalíu. Eftir fyrri ferðina var hann í 20. sæti en náði frábærri seinni ferð og endaði í 8. sæti. Fyrir árangurinn fær Björgvin 19,86 punkta sem eru hans bestu punktar frá árinu 2005. Ármenningarnir Gísli Rafn Guðmundsson og Árni Þorvaldsson voru einnig á meðal keppenda í Pampeago í dag en hvorugur þeirra náði að ljúka keppni. Sigurvegari varð Florian Eisath, annar Michael Gufler og Mirko Deflorian varð þriði en allir eru þessir kappar ítalskir landslismenn sem hafa náð góðum árangri á Evrópubikarmótum í vetur. Framundan eru nokkur svigmót hjá íslensku strákunum en svo taka þeir þátt í slóvenska meistaramótinu áður en þeir koma heim til að keppa á Icelandair-cup mótaröðinni og Skíðamóti Íslands sem hefjast í lok páskahátíðarinnar.