Góður árangur hjá Jakobi Helga í USA.

Á sunnudaginn fór fram FIS mót í Eldora í USA. Jakob Helgi Bjarnason úr Skíðafélagi Dalvíkur var á meðal 104 keppenda. Keppt var í tveimur stórsvigsmótum og varð Jakob Helgi í 10 sæti á fyrra mótinu sem gaf honum 62,60 fispunkta og í 6 sæti á seinna mótinu sem gaf honum 53,58 fispunkta þar með var Jakob Helgi að gera sín tvö bestu stórsvigsmót.