19.04.2010
5 krakkar úr Skíðafélagi Dalvíkur hafa verið í Tärnaby í Svíþjóð síðustu viku þar sem þau tóku þátt í sterku alþjóðlegu barnamóti og unglinga FIS móti í svigi, stórsvigi og sum þeirra í samhliðasvigi. Á þessu móti eru margir mjög sterkir krakkar en það er kennt við skíðakappan Ingimar Steinmark.
Þetta eru Jakob Helgi Bjarnason, Skúli Lorenz Tryggvason, Sólrún Anna Óskarsdóttir, Andrea Björk Birkisdóttir og Eydís Arna Hilmarsdóttir.
Bestum árangri okkar fólks náði Jakob Helgi í stórsvigi en hann endaði í 3. sæti. Í sviginu var hann með besta tíman eftir fyrri ferð en kláraði ekki seinni ferð.
Eydís Arna Hilmarsdóttir varð 12 í stórsvigi og Andrea Björk Birkisdóttir 18.
Í sviginu varð Eydís í 9 sæti.
Í samhliðasviginu varð Jakob 3 og Eydís Arna 4.
Krakkarnir eru nú á heimleið en eldgosið í Eyjafjallajökli setti ferðaáætlanir þeirra úr skorðum og var ákveðið að keyra frá Trenaby til Þrándheims í Noregi í nótt og flugu þau áleiðis heim frá Þrándheimi í morgun. Ferðin frá Ternaby tók um 10 tíma. Þau verða því komin heim fyrir Andresarleikana en á tímabili leit ekki út fyrir að þau næðu heim fyrir leikana.